Skíðasvæðin í Oddsskarði, Tungudal og Stafdal opna klukkan 10 í dag og opna skíðasvæðin í Tindastóli og Seljalandsdal klukkan 11. Sandfellslyfta verður ekki gangsett í dag sökum tjóns sem upp kom í gær.
Tvísýnt er um skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, en möguleikarnir verða metnir klukkan tólf. Hlíðarfjall hefur verið lokað að mestu um helgina, en spáin lofar góðu á morgun og verður opið frá klukkan 9-17.
Lokað verður í Bláfjöllum og Skálafelli í dag vegna vinds.
Uppfært klukkan 13.30
Hlíðarfjall á Akureyri er nú opið og verður opið til klukkan 17 í dag.
