Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tíu mörk fyrir ÍR-liðið í kvöld en liðið komast í 7-2 í upphafi leiks og var 16-8 yfir í hálfleik.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísi og Fréttablaðsins var á leiknum í Mýrinni í Garðabæ í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan.
Enn er óvíst hvort að þessir leikir hafi í raun skipt einhverju máli en bæði liðin verða í Olís-deildinni á næstu leiktíð verði fjölgað í deildinni í tíu lið.
Fari svo að fleiri en átján lið skrái sig til leiks fyrir næsta tímabil þá verður fjölgað í efstu deild í tíu lið. Það kemur í ljós seinna í vikunni.
Stjarnan - ÍR 25-34 (8-16)
Mörk Stjörnunnar: Ari M. Þorgeirsson 5, Starri Friðriksson 5, Víglundur Þórsson 4, Andri Hjartar Grétarsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Sverrir Eyjólfsson 2, Ari Pétursson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Egill Magnússon 1, Elvar Örn Jónsson 1.
Mörk ÍR: Arnar Birkir Hálfdánsson 10, Davíð Georgsson 5, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 4, Brynjar Valgeir Steinarsson 3, Sturla Ásgeirsson 3, Ingi Rafn Róbertsson 3, Máni Gestsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Kristófer Fannar Guðmundsson 1, Daníel Ingi Guðmundsson 1.







