Tónlist

Þetta eru keppinautar okkar í kvöld

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndir/Eurovision
Sextán lönd keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision-keppninnar í B&W-höllinni í Kaupmannahöfn í kvöld. Pollapönk, framlag Íslendinga, er númer fimm í röðinni með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice.

Tíu lönd komast áfram í úrslit eftir kvöldið í kvöld en atkvæði Evrópubúa gilda fimmtíu prósent á móti atkvæðum dómnefndar.

Lífið á Vísi kíkir hér á alla keppinauta okkar í keppninni í þeirri röð sem þeir stíga á svið en Svíþjóð er spáð sigri í keppninni og þykir líklegt að Ungverjalandi lendi í öðru sæti.



Armenía

Flytjandi: Aram MP3

Lag: Not Alone

*30 ára

* Læknar ráðlögðu honum að syngja ekki í æsku þar sem hann glímdi við öndunarerfiðleika í æsku Foreldrar hans skráðu hann í kór og hann læknaðist

* Útskrifaður lyfjafræðingur



Lettland

Flytjandi: Aarzemnieki

Lag: Cake to Bake

* Nafn hljómsveitarinnar þýðir Útlendingar

* Byrjaði sem sólóverkefni Þjóðverjans Joran Steinhauer

* Hann samdi lagið Paldies Latiam! til að kveðja gjaldmiðil Lettlands. Lagið sló í gegn á YouTube og var skoðað rúmlega 100.000 sinnum á einni viku



Eistland

Flytjandi: Tanja

Lag: Amazing

* Fæddist í Rússlandi og flutti tveggja mánaða gömul til Eistlands

* Komst næstum því í Eurovision árið 2002 með hópnum Nightlight Duo. Lagið þeirra, Another Country, lenti í öðru sæti í undankeppninni í Eistlandi

* Er farsæl söngleikjastjarna í heimalandinu.



Svíþjóð

Flytjandi: Sanna Nielsen

Lag: Undo

* 29 ára

* Sanna tók sex sinnum þátt í undankeppni Eurovision í heimalandinu áður en hún fór með sigur af hólmi

* Er af dönskum ættum



Albanía

Flytjandi: Hersi

Lag: One Night‘s Anger

* 24 ára.

* Tók fjórum sinnum þátt í undankeppninni í heimalandinu áður en hún fór með sigur úr býtum.

* Byrjaði í söngnámi átta ára.



Rússland

Flytjandi: Tolmachevy Sisters

Lag: Shine

* Tvíburar sem eru nítján ára gamlir

* Unnu Junior Eurovision-keppnina árið 2006 með lagið Vesennij Jazz

* Tóku þátt í opnunaratriði á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision-keppninni árið 2009 sem haldin var í Moskvu



Aserbaídsjan

Flytjandi: Dilara Kazimova

Lag: Start a Fire

* Hóf söngferil fjórtán ára

* Útskrifuð sem óperusöngkona

* Elskar dýr og klæðist aldrei ekta loðfeldi



Úkraína

Flytjandi: Mariya Yaremchuk

Lag: Tick-Tock

* 21 árs

* Samdi lagið sjálf og tók einnig þátt í textasmíðum

* Lenti í fjórða sæti í úkraínsku útgáfunni af The Voice



Belgía

Flytjandi: Axel Hirsoux

Lag: Mother

* 32 ára

* Spilar á trompet

* Tileinkar öllum konum Eurovision-lagið sitt



Moldóva

Flytjandi: Cristina Scarlat

Lag: Wild Soul

* 33 ára.

* Spilar á píanó og fiðlu.

* Er lærður kórstjóri og hljómsveitarstjóri.



San Marínó

Flytjandi: Valentina Monetta

Lag: Maybe (Forse)

* 39 ára

* Söng lagið umdeilda The Social Network Song (OH OH – Uh - OH OH) í Eurovison 2012 en komst ekki upp úr undankeppninni. Ári síðar sneri hún aftur með lagið Crisalide (Vola) sem komst heldur ekki í aðalkeppnina

* Sjálflærð á píanó



Portúgal

Flytjandi: Suzy

Lag: Quero Ser Tua

* Býr í Dúbaí

* Steig fyrst á svið fimm ára

* Var meðlimur barnasveitarinnar Onda Choc



Holland

Flytjandi: The Common Linnets

Lag: Calm After The Storm

* Dúettinn skipa Ilse DeLange og Waylon

* Hafa þekkst síðan þau voru unglingar

* Innblásin af Emmylou Harris, Johnny Cash, Crosby, Stills, Nash & Young og James Taylor



Svartfjallaland

Flytjandi Sergej Cetkovic

Lag Moj Svijet

* Hæfileikar hans voru uppgötvaðir í tónlistarskóla sem hann sótti sem barn og unglingur og þótti hann skara fram úr í píanóleik

* Hóf tónlistarferil árið 1989 með ýmsum hljómsveitum

* Hóf sólóferil árið 1998



Ungverjaland

Flytjandi: András Kállay-Saunders

Lag: Running

* Lagið er innblásið af æskuvini hans sem ólst upp við mikið heimilisofbeldi og misnotkun.

* Tók þátt í ungversku hæfileikakeppninni Megasztár árið 2009 og lenti í fjórða sæti

* Fæddist í New York


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×