Lífið

Pollapönkarar mættu í ballkjólum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndir/Eurovision
Gríðarlegur fjöldi fólks var samankominn á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í dag þegar opnunarhátíð Eurovision-keppninnar fór fram.

Allir þátttakendurnir í keppninni, sem koma frá 37 Evrópulöndum, gengu rauða dregilinn á athöfninni en nokkuð ljóst er að fulltrúar Íslands, meðlimir hljómsveitarinnar Pollapönk, stálu senunni.

Strákarnir fjórir mættu í einstaklega smekklegum ballkjólum, hver í sínum lit, en Pollapönkarar eru þekktir fyrir að troða upp í litríkum Henson-göllum. Þeir gallar verða þó með örlítið öðruvísi sniði þegar Pollapönk stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision næsta þriðjudag. Þá spila meðlimir sveitarinnar í matrósafötum og vonast til að syngja sig í úrslitin með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice, sem fara fram næsta laugardagskvöld.

Síðustu spár hafa hins vegar ekki verið Íslendingum í hag og er okkur spáð í eitt af neðstu sætunum í keppninni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×