„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2014 14:32 Kristín Soffía Jónsdóttir. Vísir/stefán/Valli „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15