Innlent

Lög­reglan vill ná tali af þessu fólki

Eiður Þór Árnason skrifar
Fólkið virðist síðast hafa sést í Bónusverslun.
Fólkið virðist síðast hafa sést í Bónusverslun. Samsett/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fólkinu á meðfylgjandi ljósmyndum. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið. 

Einstaklingarnir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Ef einhverjir þekkja til fólksins, eða vita hvar það er að finna, eru hinir sömu einnig beðnir um að hringja í lögregluna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Upplýsingum megi jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið heimir@lrh.is .

Lögreglan
Lögreglan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×