Körfubolti

Indiana fór létt með Miami í fyrsta leik | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron læðir sér framhjá Roy Hibbert og skorar.
LeBron læðir sér framhjá Roy Hibbert og skorar. Vísir/Getty
Indiana Pacers er komið í 1-0 forystu á móti meisturum Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA en Pacers vann fyrsta leikinn á heimavelli í kvöld, 107-96.

Indiana vann fyrstu þrjá leikhlutana með samtals 13 stigum og lagði þannig grunninn að sigrinum en meistararnir voru að elta allan leikinn og í raun aldrei nálægt Indiana í seinni hálfleik.

Indiana-liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér í langan tíma en komst á hörkunni í úrslit austursins og er nú komið 1-0 yfir í rimmunni. Pacers vann austrið og er því með heimaleikjaréttinn í einvígi liðanna.

Allt byrjunarlið Indiana skoraði yfir 15 stig en þess stigahæstur var PaulGeorge með 24 stig og 7 fráköst. Stóri maðurinn RoyHibbert skoraði 19 stig og tók 9 fráköst og DavidWest spilaði einnig mjög vel og skilaði 19 stigum.

Hjá Miami var DwayneWade stigahæstur með 27 stig en LeBronJames skoraði 25 stig og tók 10 fráköst. Chris Bosh skilaði ekki nema 9 stigum og 4 fráköstum í kvöld.

Roy Hibbert fagnar.Vísir/Getty
LeBron James steinhissa á dómi.Vísir/Getty
Paul George var stigahæstur hjá Indiana.Vísir/Getty
Lance Stephenson spilar góða vörn á Dwayne Wade.Vísir/Getty
Ian Mahinmi reynir að verja skot Norris Cole.Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×