
Sterling íhugar að kæra NBA

Sterling mun hafa ráðið þekktan lögfræðing sem er sagður hafa sent Rick Buchanan, varaforseta NBA, bréf þar sem lögsókn er hótað.
Sterling var sektaður um 2,5 milljónir Bandaríkjadala - um 280 milljónir króna - eftir að upptaka með hörðum kynþáttafordómum hans var gerð opinber. Þá var hann settur í lífstíðarbann frá bæði Clippers og NBA-deildinni.
Lögfræðingur Sterling segir að ekki komi til greina að greiða sektina enda hafi skjólstæðingur hans ekkert sér til sakar unnið.
Þrátt fyrir það kom Sterling fram í sjónvarpsviðtali á dögunum þar sem hann viðurkenndi að hafa gert mikil mistök og baðst hann afsökunar á þeim.
Tengdar fréttir

Sterling gagnrýnir Magic Johnson fyrir að smitast af alnæmi
Donald Sterling, eigandi NBA liðsins Los Angeles Clippers, segir að Magic Johnson ætti að skammast sín.

Sterling verður neyddur til þess að selja Clippers
Eigendur liða í NBA-deildinni hafa samþykkt að standa saman í því að þvinga Donald Sterling til þess að selja LA Clippers.

LeBron vill losna við alla Sterling-fjölskylduna
Eiginkona rasistans Donald Sterling, eiganda LA Clippers, ætlar að berjast fyrir því að halda félaginu en besti leikmaður deildarinnar, LeBron James, er ekki hrifinn af því.

Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans
Donald Sterling, eigandi Los Angeles Clippers, og félagið sjálft eru í miklum vandræðum vegna ummæla hans um hörundsdökka menn. Hann vill t.a.m. ekki sjá Magic Johnson á leikjum liðsins.

Leikmenn Clippers mótmæltu hegðun eiganda félagsins
Það er búið að vera mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að eigandi NBA-liðsins LA Clippers, Donald Sterling, varð uppvís að kynþáttaníði.

Eigandi Clippers segist ekki vera rasisti og ætlar ekki að selja félagið
Donald Sterling ætlar ekki að gefa eftir í baráttunni við NBA-deildina eftir að hann var neyddur til að selja Los Angeles Clippers vegna rasisma.

Magic Johnson: Sterling heldur að hann sé uppi á steinöld
NBA-goðsögnin Earvin "Magic" Johnson tjáði sig í gær um gagnrýni Donald Sterling, eiganda LA Clippers á sig og Magic er ekki sáttur við að Sterling sé alltaf að blanda sér í umræðuna um Sterling og rassista ummæli hans.

Rasistinn verður neyddur til að selja Clippers
Donald Sterling sektaður um 280 milljónir króna og úrskurðaður í ævilangt bann frá NBA-deildinni vegna ummæla sinna um þelþökkt fólk.