Fyrsta umferð Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum og er tveimur nú nýlokið.
Þór/KA og Valur skildu jöfn, 1-1, á Þórsvelli á Akureyri. Dóra María Lárusdóttir kom Val yfir á 67. mínútu en Helena Rós Þórólfsdóttir jafnaði metin þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.
ÍBV vann svo 2-1 sigur á Selfossi en öll mörkin voru skoruð á síðustu 20 mínútum leiksins. Shaneka Gordon og Vesna Smilkovic komu ÍBV í 2-0 forystu áður en heimamenn náðu að minnka muninn með marki á 82. mínútu. Nær komust Selfyssingar þó ekki.
Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.
Uppfært 21.05: Leik Aftureldingar og FH lauk með 3-1 sigri Hafnfirðinga.
