Lele Hardy, besti erlendi leikmaður Domino's-deildar kvenna síðastliðinn vetur, verður áfram í herbúðum Hauka næstu tvö árin.
Þetta var staðfest á heimasíðu Hauka í dag en Hardy hefur verið kjörin besti erlendi leikmaður deildarinnar undanfarin þrjú ár. Hún hefur farið á kostum hér á landi og var bæði stiga- og frákastahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.
Fram kemur á heimasíðu Hauka að þó nokkur lið hafi reynt að semja við Hardy en hún fór sjálf fram á að samningur hennar yrði framlengdur um tvö ár.
Haukar urðu bikarmeistarar í vetur en töpuðu fyrir Snæfelli í lokaúrslitum úrslitakeppninnar.
Hardy bað um að vera áfram hjá Haukum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn




Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

„Manchester er heima“
Enski boltinn




„Verð aldrei trúður“
Fótbolti