Lele Hardy, besti erlendi leikmaður Domino's-deildar kvenna síðastliðinn vetur, verður áfram í herbúðum Hauka næstu tvö árin.
Þetta var staðfest á heimasíðu Hauka í dag en Hardy hefur verið kjörin besti erlendi leikmaður deildarinnar undanfarin þrjú ár. Hún hefur farið á kostum hér á landi og var bæði stiga- og frákastahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.
Fram kemur á heimasíðu Hauka að þó nokkur lið hafi reynt að semja við Hardy en hún fór sjálf fram á að samningur hennar yrði framlengdur um tvö ár.
Haukar urðu bikarmeistarar í vetur en töpuðu fyrir Snæfelli í lokaúrslitum úrslitakeppninnar.
Hardy bað um að vera áfram hjá Haukum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
