Unnið fyrir hjóli til að hjóla vinnuna Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. maí 2014 14:54 Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun