Flestir myndu halda að hann ætti einhvern séns í Koenigsegg CCX í spyrnu, en svo er aldeilis ekki. Í þessu myndskeiði sést að ökumaður Koenigsegg bílsins sér aldrei Ferrari bílinn frá því stigið er á bensíngjöfina. Það sem meira er, á flugbrautinni sem notuð er við einvígi bílanna nær Koenigsegg bíllinn 386 km hraða og er svo langt á undan Ferrari bílnum að athygli vekur.

Á myndinni sem fylgir fréttinni sést Koenigsegg CCX á Íslandi en hann var hér staddur fyrir nokkrum árum og prófaður á íslenskum vegum. Eiginkona hins sænska Koenigsegg er íslensk og heitir Halldóra. Mynda af henni sést hér að neðan.