,,Þetta er algjörlega súrrealískt'' Bjarki Ármannsson skrifar 10. maí 2014 23:31 Snæbjörn og Heiðar Örn flytja lagið No prejudice á stóra sviðinu. Vísir/AFP „Þetta er eiginlega algjörlega súrrealískt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, einnig þekktur sem Bibbi í Skálmöld, eftir að tilkynnt var um úrslit söngvakeppninnar Eurovision í ár. Framlag Íslands, No prejudice í flutningi Snæbjörns og félaga í Pollapönki, lenti í fimmtánda sæti. „Ég er ennþá löðursveittur og var bara að koma mér í Henson-gallann.“ Snæbjörn, sem gegnir hlutverki hins appelsínugula polla með Pollapönki, segir að liðsmenn sveitarinnar haldi sig í búningunum út kvöldið. „Mig grunar það nú, að við förum ekkert úr litunum í kvöld.“Ekkert stressaðir Pollapönk var með allra fyrstu flytjendum í ár og eyddu því stærstum hluta kvöldsins í hinu svokallaða græna herbergi að fylgjast með keppninni. Snæbjörn segir að ekkert hafi verið um stress í mannskapnum á meðan þessari löngu bið stóð. „Við í rauninni byrjuðum bara strax að fagna vel unnu verki,“ segir hann. „Ef það var einhvern tímann eitthvað stress, fór það bara í undankeppninni. Við vorum bara að pæla í því að hafa gaman.“ Hann segir að Pollapönkarar hafi ekki einu sinni leitt hugann að því í hvaða sæti atriðið þeirra myndi lenda. „Það var enginn að velta því fyrir sér,“ segir Snæbjörn. „Við mættum í morgun og erum bara búnir að vera hálf dansandi og syngjandi alveg síðan.“Sigur fyrir boðskapinn Aðspurður um siguratriðið, lagið Rise like a Phoenix í flutningi hins austurríska Conchita Wurst, segist hann sjálfur hafa haldið með Ungverjalandi en að almenn sátt ríki í liði Pollapönks um úrslitin. „Ég held að allir hafi verið býsna ánægðir hvernig fór. Enda var þetta geysilega flott atriði.“ Snæbjörn tekur undir þá kenningu að sigur Wurst, sem er samkynhneigður klæðskiptingur, sé sigur fyrir þann boðskap sem Pollapönk vildi koma á framfæri. „Klárlega, þetta er bara sama baráttan. Það er bara brilljant að sjá þegar heimurinn tekur skref í rétta átt. Auðvitað stuðlaði þetta að því sem við erum að tala um. Við viljum bara fagna fjölbreytileikanum.“ Hér fyrir neðan í fréttinni má sjá innlegg þeirra félaga á Facebook, þar sem þeir spjalla við sigurvegarann Wurst eftir keppni.Verður stór-fokking-furðulegt Hann segir að Evrópuævintýrinu sé nú lokið og að liðsmenn Pollapönks haldi heim strax á morgun. „Nú bara springur sápukúlan og ég bara mæti í vinnuna klukkan níu á mánudagsmorgun, sem verður bara æðislegt.“Verður það ekki skrýtið?„Það verður alveg stór-fokking-furðulegt," segir Snæbjörn og hlær. „En maður vissi hvað þetta tæki langan tíma. Ég verð feginn að koma heim en að sama skapi er þetta búið að vera mjög gaman.“ Innlegg by pollapönk. Eurovision Tengdar fréttir Evrópa ekki tilbúin fyrir fordómaleysi? Framlag drengjanna í Pollapönk endaði í 15. sæti af 26 þjóðum. 10. maí 2014 22:34 Dagur hitti Johnny Logan Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson er staddur á lokakeppni Eurovision í Kaupmannahöfn. Þar hitti hann sigursælasta keppanda í sögu Eurovision, Johnny Logan. 10. maí 2014 20:46 Austurríki hreppti fyrsta sætið Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með laginu Rise like a Phoenix. 10. maí 2014 22:31 Fylgstu með Eurovision á Twitter - Pollapönk fjórðu á svið Hér er hægt að fylgjast með því sem Íslendingar og Evrópubúar segja um keppnina í kvöld. 10. maí 2014 14:59 Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast. Þetta segir Snæbjörn Ragnarsson bakraddasöngvari Pollapönks sem flytur lagið Enga fordóma í Eurovision í Danmörku í kvöld. Íslensk keppnishópurinn kvartaði formlega yfir hljóðmistökum í dómararennsli í gær. 10. maí 2014 13:47 Púað á Rússana Stigagjöf til Rússlands vekur ekki mikla lukku á Eurovision-hátíðinni. 10. maí 2014 21:58 Benedikt sextándi Uppröðun á stigakynnum í Eurovision í kvöld hefur verið kynnt. 10. maí 2014 17:07 Svona skiptust stig Íslands Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó. 10. maí 2014 22:54 Íslendingum féll austurríska atriðið vel í geð Söngvarinn Conchita vakti skemmtileg viðbrögð á Twitter. 10. maí 2014 20:05 ,,Kallinn er í fáránlegu stuði'' Hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson sagðist vera í fáránlegu stuði er hann tilkynnti Evrópu að Ísland hefði gefið Hollendingum 12 stig. 10. maí 2014 22:06 Pollapönk stóð sig frábærlega Pollapönk sló í gegn á stóra sviðinu í Kaupmannahöfn. 10. maí 2014 18:55 Kosningin hafin - Sjáðu atriðið aftur Flutningurinn á No Prejudice heppnaðist vel. 10. maí 2014 21:15 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Þetta er eiginlega algjörlega súrrealískt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, einnig þekktur sem Bibbi í Skálmöld, eftir að tilkynnt var um úrslit söngvakeppninnar Eurovision í ár. Framlag Íslands, No prejudice í flutningi Snæbjörns og félaga í Pollapönki, lenti í fimmtánda sæti. „Ég er ennþá löðursveittur og var bara að koma mér í Henson-gallann.“ Snæbjörn, sem gegnir hlutverki hins appelsínugula polla með Pollapönki, segir að liðsmenn sveitarinnar haldi sig í búningunum út kvöldið. „Mig grunar það nú, að við förum ekkert úr litunum í kvöld.“Ekkert stressaðir Pollapönk var með allra fyrstu flytjendum í ár og eyddu því stærstum hluta kvöldsins í hinu svokallaða græna herbergi að fylgjast með keppninni. Snæbjörn segir að ekkert hafi verið um stress í mannskapnum á meðan þessari löngu bið stóð. „Við í rauninni byrjuðum bara strax að fagna vel unnu verki,“ segir hann. „Ef það var einhvern tímann eitthvað stress, fór það bara í undankeppninni. Við vorum bara að pæla í því að hafa gaman.“ Hann segir að Pollapönkarar hafi ekki einu sinni leitt hugann að því í hvaða sæti atriðið þeirra myndi lenda. „Það var enginn að velta því fyrir sér,“ segir Snæbjörn. „Við mættum í morgun og erum bara búnir að vera hálf dansandi og syngjandi alveg síðan.“Sigur fyrir boðskapinn Aðspurður um siguratriðið, lagið Rise like a Phoenix í flutningi hins austurríska Conchita Wurst, segist hann sjálfur hafa haldið með Ungverjalandi en að almenn sátt ríki í liði Pollapönks um úrslitin. „Ég held að allir hafi verið býsna ánægðir hvernig fór. Enda var þetta geysilega flott atriði.“ Snæbjörn tekur undir þá kenningu að sigur Wurst, sem er samkynhneigður klæðskiptingur, sé sigur fyrir þann boðskap sem Pollapönk vildi koma á framfæri. „Klárlega, þetta er bara sama baráttan. Það er bara brilljant að sjá þegar heimurinn tekur skref í rétta átt. Auðvitað stuðlaði þetta að því sem við erum að tala um. Við viljum bara fagna fjölbreytileikanum.“ Hér fyrir neðan í fréttinni má sjá innlegg þeirra félaga á Facebook, þar sem þeir spjalla við sigurvegarann Wurst eftir keppni.Verður stór-fokking-furðulegt Hann segir að Evrópuævintýrinu sé nú lokið og að liðsmenn Pollapönks haldi heim strax á morgun. „Nú bara springur sápukúlan og ég bara mæti í vinnuna klukkan níu á mánudagsmorgun, sem verður bara æðislegt.“Verður það ekki skrýtið?„Það verður alveg stór-fokking-furðulegt," segir Snæbjörn og hlær. „En maður vissi hvað þetta tæki langan tíma. Ég verð feginn að koma heim en að sama skapi er þetta búið að vera mjög gaman.“ Innlegg by pollapönk.
Eurovision Tengdar fréttir Evrópa ekki tilbúin fyrir fordómaleysi? Framlag drengjanna í Pollapönk endaði í 15. sæti af 26 þjóðum. 10. maí 2014 22:34 Dagur hitti Johnny Logan Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson er staddur á lokakeppni Eurovision í Kaupmannahöfn. Þar hitti hann sigursælasta keppanda í sögu Eurovision, Johnny Logan. 10. maí 2014 20:46 Austurríki hreppti fyrsta sætið Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með laginu Rise like a Phoenix. 10. maí 2014 22:31 Fylgstu með Eurovision á Twitter - Pollapönk fjórðu á svið Hér er hægt að fylgjast með því sem Íslendingar og Evrópubúar segja um keppnina í kvöld. 10. maí 2014 14:59 Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast. Þetta segir Snæbjörn Ragnarsson bakraddasöngvari Pollapönks sem flytur lagið Enga fordóma í Eurovision í Danmörku í kvöld. Íslensk keppnishópurinn kvartaði formlega yfir hljóðmistökum í dómararennsli í gær. 10. maí 2014 13:47 Púað á Rússana Stigagjöf til Rússlands vekur ekki mikla lukku á Eurovision-hátíðinni. 10. maí 2014 21:58 Benedikt sextándi Uppröðun á stigakynnum í Eurovision í kvöld hefur verið kynnt. 10. maí 2014 17:07 Svona skiptust stig Íslands Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó. 10. maí 2014 22:54 Íslendingum féll austurríska atriðið vel í geð Söngvarinn Conchita vakti skemmtileg viðbrögð á Twitter. 10. maí 2014 20:05 ,,Kallinn er í fáránlegu stuði'' Hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson sagðist vera í fáránlegu stuði er hann tilkynnti Evrópu að Ísland hefði gefið Hollendingum 12 stig. 10. maí 2014 22:06 Pollapönk stóð sig frábærlega Pollapönk sló í gegn á stóra sviðinu í Kaupmannahöfn. 10. maí 2014 18:55 Kosningin hafin - Sjáðu atriðið aftur Flutningurinn á No Prejudice heppnaðist vel. 10. maí 2014 21:15 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Evrópa ekki tilbúin fyrir fordómaleysi? Framlag drengjanna í Pollapönk endaði í 15. sæti af 26 þjóðum. 10. maí 2014 22:34
Dagur hitti Johnny Logan Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson er staddur á lokakeppni Eurovision í Kaupmannahöfn. Þar hitti hann sigursælasta keppanda í sögu Eurovision, Johnny Logan. 10. maí 2014 20:46
Austurríki hreppti fyrsta sætið Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með laginu Rise like a Phoenix. 10. maí 2014 22:31
Fylgstu með Eurovision á Twitter - Pollapönk fjórðu á svið Hér er hægt að fylgjast með því sem Íslendingar og Evrópubúar segja um keppnina í kvöld. 10. maí 2014 14:59
Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast. Þetta segir Snæbjörn Ragnarsson bakraddasöngvari Pollapönks sem flytur lagið Enga fordóma í Eurovision í Danmörku í kvöld. Íslensk keppnishópurinn kvartaði formlega yfir hljóðmistökum í dómararennsli í gær. 10. maí 2014 13:47
Púað á Rússana Stigagjöf til Rússlands vekur ekki mikla lukku á Eurovision-hátíðinni. 10. maí 2014 21:58
Svona skiptust stig Íslands Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó. 10. maí 2014 22:54
Íslendingum féll austurríska atriðið vel í geð Söngvarinn Conchita vakti skemmtileg viðbrögð á Twitter. 10. maí 2014 20:05
,,Kallinn er í fáránlegu stuði'' Hraðfréttamaðurinn Benedikt Valsson sagðist vera í fáránlegu stuði er hann tilkynnti Evrópu að Ísland hefði gefið Hollendingum 12 stig. 10. maí 2014 22:06
Pollapönk stóð sig frábærlega Pollapönk sló í gegn á stóra sviðinu í Kaupmannahöfn. 10. maí 2014 18:55
Kosningin hafin - Sjáðu atriðið aftur Flutningurinn á No Prejudice heppnaðist vel. 10. maí 2014 21:15