Mikill fjöldi styður bloggara í baráttu við eiginkonu bæjarstjóra Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. maí 2014 11:12 Styrmir Barkarson. Vísir/GVA „Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira