HK er byrjað að safna liði fyrir átök næsta vetrar í Olís-deild karla og í dag samdi liðið við fjóra leikmenn.
Leikmennirnir eru Þorgrímur Smári Ólafsson, Lárus Helgi Ólafsson, Daði Laxdal Gautason og Þorkell Magnússon.
Þorgrímur Smári er rétthentur leikmaður og spilar sem leikstjórnandi/skytta. Þorgrímur hefur undanfarin tvö ár leikið með Val en þar á undan var hann í Gróttu og ÍR.
Lárus Helgi, sem er bróðir Þorgríms Smára, er markmaður en einhverjir HK-ingar ættu nú að kannast við Lalla, eins og hann er oftast kallaður, en hann lék með HK tímabilið 2010 - 2011. Lárus hefur eins og bróðir sinn leikið með Val undanfarin tvö ár.
Þorkell Magnússon er rétthentur hornamaður og lék með ÍH á nýafstöðnu tímabili í 1. deildinni en Þorkell er uppalinn FH-ingur og varð meðal annars Íslandmeistari með FH árið 2011.
Daði Laxdal Gautason leikur sem vinstri skytta og er uppalinn í Gróttu en hefur verið undanfarin tvö ár í Val. Daði er fæddur 1994 og hefur verið fastamaður í U-20 ára landsliði Íslands.
Í gær tilkynnti HK að Guðmundur Helgi Pálsson yrði aðstoðarþjálfara Bjarka Sigurðssonar. Hann var einnig aðstoðarmaður Bjarka hjá ÍR.
HK samdi við fjóra leikmenn

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Fleiri fréttir
