Reykjavík er ekki neitt án ungs fólks Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Magnús Sigurbjörnsson skrifar 20. maí 2014 09:52 Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar