Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 21:27 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar. Vísir/pjetur „Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
„Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09