Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 21:27 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar. Vísir/pjetur „Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
„Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09