Hjúkrunarfræðingurinn tók sér frest Stefán Óli Jónsson skrifar 6. júní 2014 09:59 Frá þingfestingu í morgun. Lögfræðingur hjúkrunarfræðingsins, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi vegna vanrækslu í starfi, og lögfræðingur Landspítalans fóru fram á frest til að taka afstöðu til ákærunnar þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málinu var því frestað til 24. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi en atvikið átti sér stað í október árið 2012. Sjúklingurinn var að jafna sig eftir hjartaaðgerð og var með slöngu, eða svokallaðan ventil, í hálsinum sem þurfti að losa reglulega. Heimildir Vísis herma að það hafi af einhverjum ástæðum gleymst að losa hann og því hafi maðurinn kafnað og látið lífið. Við dauðsfallið létu starfsmenn spítalans strax vita að grunur léki á að mistök hefðu valdið dauða mannsins og í kjölfarið var gerð rannsókn á vegum Landlæknisembættisins og lögreglunnar. Niðurstaða rannsóknar spítalans var að margir samverkandi þættir hefðu valdið mistökum en það er algengasta ástæða mistaka í heilbrigðiskerfinu. Ríkisaksóknari telur brot hjúkrunarfræðingsins, sem er á þrítugasta og sjöunda aldursári, varða við 215. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem kveður á um að ef bani hlýst af gáleysi annars manns þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum. Saksóknari telur einnig að framangreind háttsemi starfsmannsins varði Landspítala einnig refsiábyrgð samkvæmt lögum um refsiábyrgð lögaðila eins og segir í ákærunni. Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. 26. maí 2014 10:19 Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag. 3. júní 2014 07:00 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki Nauðsynlegt er að vinna bug á starfsumhverfi sem ýtir undir mistök að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 23. maí 2014 12:59 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Lögfræðingur hjúkrunarfræðingsins, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi vegna vanrækslu í starfi, og lögfræðingur Landspítalans fóru fram á frest til að taka afstöðu til ákærunnar þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málinu var því frestað til 24. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi en atvikið átti sér stað í október árið 2012. Sjúklingurinn var að jafna sig eftir hjartaaðgerð og var með slöngu, eða svokallaðan ventil, í hálsinum sem þurfti að losa reglulega. Heimildir Vísis herma að það hafi af einhverjum ástæðum gleymst að losa hann og því hafi maðurinn kafnað og látið lífið. Við dauðsfallið létu starfsmenn spítalans strax vita að grunur léki á að mistök hefðu valdið dauða mannsins og í kjölfarið var gerð rannsókn á vegum Landlæknisembættisins og lögreglunnar. Niðurstaða rannsóknar spítalans var að margir samverkandi þættir hefðu valdið mistökum en það er algengasta ástæða mistaka í heilbrigðiskerfinu. Ríkisaksóknari telur brot hjúkrunarfræðingsins, sem er á þrítugasta og sjöunda aldursári, varða við 215. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem kveður á um að ef bani hlýst af gáleysi annars manns þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum. Saksóknari telur einnig að framangreind háttsemi starfsmannsins varði Landspítala einnig refsiábyrgð samkvæmt lögum um refsiábyrgð lögaðila eins og segir í ákærunni.
Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. 26. maí 2014 10:19 Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag. 3. júní 2014 07:00 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki Nauðsynlegt er að vinna bug á starfsumhverfi sem ýtir undir mistök að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 23. maí 2014 12:59 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00
Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. 26. maí 2014 10:19
Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag. 3. júní 2014 07:00
Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19
Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki Nauðsynlegt er að vinna bug á starfsumhverfi sem ýtir undir mistök að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 23. maí 2014 12:59
Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00