Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 11:30 Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ. Vísir/Pjetur Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55
Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05