Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 12:05 Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði meistaraflokks, vísar öllum ásökunum um veðmál á bug. vísir/vilhelm Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Akureyri vikublaðs þar sem sagt er frá vísbendingum um að sumir leikmannanna hafi veðjað á leik sem þeir sjálfur tóku þátt í gegn Dalvík þann 13. janúar.Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði meistaraflokks, skrifar fyrir hönd leikmannanna og vísar hann öllum ásökunum um veðmál á bug. „Alvarlegar ásakanir voru bornar á mig og mína liðsmenn í gær í frétt Akureyri vikublaðs. Til þess að svara þessum orðrómi sem af því er virðist heimildarlaus slúðurfrétt staðfesti ég fyrir hönd allra leikmanna Þórs sem voru á leikskýrslu í umræddum leik við uppeldisfélag mitt Dalvík/Reyni að enginn okkar veðjaði á umræddan leik, hvort sem um úrslit eða önnur atvik leiksins ræðir.“ Í yfirlýsingunni segir Sveinn meistaraflokk leggja sig fram við að stunda íþróttina af kappi og standa sig vel, vera yngri iðkenndum góðar fyrirmyndir og vera félaginu og stuðningsmönnum þess til sóma. Fréttin hafi borið mikinn skugga á það. „Ég vil miðla til fjölmiðla að vanda vinnubrögð sín og hafa staðfestar heimildir fyrir fréttum sem birtar eru í þessum anda, sem virðast aðeins til þess fallnar að mynda fyrirsagnir og hneyksla almenning.“Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Gunnar Jóhannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. „Það er ekki víst hvort eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað í þessu tilviki. Þetta er í raun meira spurning um siðleysi og ekki ljóst hvort einhver lög hafi verið brotin," sagði varðstjórinn. Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 „Ekki endilega ólöglegt en örugglega siðlaust“ Yfirmaður rannsóknardeildarinnar á Akureyri staðfesti við fréttastofu að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar í meintu veðmálabraski leikmanna Þórs og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. 30. janúar 2014 10:49 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Akureyri vikublaðs þar sem sagt er frá vísbendingum um að sumir leikmannanna hafi veðjað á leik sem þeir sjálfur tóku þátt í gegn Dalvík þann 13. janúar.Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði meistaraflokks, skrifar fyrir hönd leikmannanna og vísar hann öllum ásökunum um veðmál á bug. „Alvarlegar ásakanir voru bornar á mig og mína liðsmenn í gær í frétt Akureyri vikublaðs. Til þess að svara þessum orðrómi sem af því er virðist heimildarlaus slúðurfrétt staðfesti ég fyrir hönd allra leikmanna Þórs sem voru á leikskýrslu í umræddum leik við uppeldisfélag mitt Dalvík/Reyni að enginn okkar veðjaði á umræddan leik, hvort sem um úrslit eða önnur atvik leiksins ræðir.“ Í yfirlýsingunni segir Sveinn meistaraflokk leggja sig fram við að stunda íþróttina af kappi og standa sig vel, vera yngri iðkenndum góðar fyrirmyndir og vera félaginu og stuðningsmönnum þess til sóma. Fréttin hafi borið mikinn skugga á það. „Ég vil miðla til fjölmiðla að vanda vinnubrögð sín og hafa staðfestar heimildir fyrir fréttum sem birtar eru í þessum anda, sem virðast aðeins til þess fallnar að mynda fyrirsagnir og hneyksla almenning.“Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Gunnar Jóhannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. „Það er ekki víst hvort eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað í þessu tilviki. Þetta er í raun meira spurning um siðleysi og ekki ljóst hvort einhver lög hafi verið brotin," sagði varðstjórinn.
Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 „Ekki endilega ólöglegt en örugglega siðlaust“ Yfirmaður rannsóknardeildarinnar á Akureyri staðfesti við fréttastofu að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar í meintu veðmálabraski leikmanna Þórs og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. 30. janúar 2014 10:49 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55
„Ekki endilega ólöglegt en örugglega siðlaust“ Yfirmaður rannsóknardeildarinnar á Akureyri staðfesti við fréttastofu að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar í meintu veðmálabraski leikmanna Þórs og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. 30. janúar 2014 10:49