Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2014 19:46 Grilluð murta með sítrónu er virkilega bragðgóður réttur Það var gífurlegur fjöldi veiðimanna sem lagði leið sína upp á Þingvallavatn í dag og svo mikil var bílafjöldinn að vonlaust var að fá bílastæði við vinsælustu veiðistaðina í Þjóðgarðinum. Það voru nokkrir mættir í nótt til að ná morgunveiðinni og þeir veiddu flestir ágætlega enda þrælvanir menn þar á ferð. Tölur sem við vorum að heyra voru 5-15 bleikjur á stöngina sem er prýðisveiði en mest af bleikjunni var þó ekki í neinum stórum stærðum en 1-2 pund var algengast. Það voru örfáir mættir við vatnið ásamt næturförunum um 7:00 í morgun en strax um klukkan 9:00 snarfjölgaði veiðimönnum við vatnið og bílastæðin við fylltust hratt. Undirritaður var mættur um 9:00 og fann ekki laust stæði fyrr en á Nautatöngum og þar var dvalið fram til klukkan 13:00. Ekki var mikið að hafa annað en hrúgu af murtu og slatti af þeim var hirrtur, ég kem að ástæðu þess aðeins neðar í fréttinni. Um 12 leitið náðist 5 punda urriði sem á ekki að vera þarna á þessum árstíma en hann greinilega vissi ekki betur og var frelsinu feginn. Það var reglulega gaman að sjá fjölskyldufólk fjölmenna við bakkann og þarna voru fluguveiðimenn frá hinum ýmsu löndum en við hittum Svía, Filipseyjinga, Þjóðverja, Breta, Frakka, Norðmenn og aldraðann Dana sem kemur árlega til Íslands að veiða silung. En aftur að murtunni. Portúgalir elda stórar sardínur á þann veg að grill er hitað upp þangað til teinarnir verða funheitir. Sardínurnar eru penslaðar með ólívuolíu og kryddaðar með salti, ríflega! Þeim er skellt á grillið ca 3-4 mínútur á hvorri hlið og síðan bornar fram með sítrónu og salati. Ég hef nokkrum sinnum gert þetta við murtu og þetta er algjört lostæti. Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði
Það var gífurlegur fjöldi veiðimanna sem lagði leið sína upp á Þingvallavatn í dag og svo mikil var bílafjöldinn að vonlaust var að fá bílastæði við vinsælustu veiðistaðina í Þjóðgarðinum. Það voru nokkrir mættir í nótt til að ná morgunveiðinni og þeir veiddu flestir ágætlega enda þrælvanir menn þar á ferð. Tölur sem við vorum að heyra voru 5-15 bleikjur á stöngina sem er prýðisveiði en mest af bleikjunni var þó ekki í neinum stórum stærðum en 1-2 pund var algengast. Það voru örfáir mættir við vatnið ásamt næturförunum um 7:00 í morgun en strax um klukkan 9:00 snarfjölgaði veiðimönnum við vatnið og bílastæðin við fylltust hratt. Undirritaður var mættur um 9:00 og fann ekki laust stæði fyrr en á Nautatöngum og þar var dvalið fram til klukkan 13:00. Ekki var mikið að hafa annað en hrúgu af murtu og slatti af þeim var hirrtur, ég kem að ástæðu þess aðeins neðar í fréttinni. Um 12 leitið náðist 5 punda urriði sem á ekki að vera þarna á þessum árstíma en hann greinilega vissi ekki betur og var frelsinu feginn. Það var reglulega gaman að sjá fjölskyldufólk fjölmenna við bakkann og þarna voru fluguveiðimenn frá hinum ýmsu löndum en við hittum Svía, Filipseyjinga, Þjóðverja, Breta, Frakka, Norðmenn og aldraðann Dana sem kemur árlega til Íslands að veiða silung. En aftur að murtunni. Portúgalir elda stórar sardínur á þann veg að grill er hitað upp þangað til teinarnir verða funheitir. Sardínurnar eru penslaðar með ólívuolíu og kryddaðar með salti, ríflega! Þeim er skellt á grillið ca 3-4 mínútur á hvorri hlið og síðan bornar fram með sítrónu og salati. Ég hef nokkrum sinnum gert þetta við murtu og þetta er algjört lostæti.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði