Samningur ESB við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu undirritaður Randver Kári Randversson skrifar 27. júní 2014 18:49 Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, við undirritun samningsins í Brussel í dag. Vísr/AFP Í dag var undirritaður samningur þar sem lagður er grunnurinn að efnahagslegu og pólitísku samstarfi Evrópusambandsins við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. BBC greinir frá þessu. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, fagnaði undirritun samningsins í Brussel í dag, og sagði að um söguleg tímamót væri að ræða og sagði daginn þann mikilvægasta í sögu Úkraínu frá því landið varð sjálfstætt árið 1991. Hann sagði samninginn fela í sér upphaf undirbúnings þess að Úkraína gangi í hóp Evrópusambandsríkja. Rússneskir ráðamenn hafa talað um að samningurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar og sagði Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Hann sagði samninginn fela í sér sársaukufullt inngrip í málefni Úkraínu og aðeins fela í sér gervivalkost fyrir Úkraínumenn. Umræddur samningur var upphaflega kveikjan að því ólguástandi sem ríkt hefur í landinu undanfarna mánuði, en fjöldamótmæli hófust í Úkraínu eftir að Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti landsins, hætti við að undirrita samninginn í nóvember á síðasta ári. Vopnahlé milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins rennur út nú í kvöld og sagði Porosjenko það munu ráðast þegar hann kæmi aftur til Kænugarðs hvort vopnahléið yrði framlengt. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist fylgjandi því að framlenging yrði á vopnahléinu en þó ekki ef aðskilnaðarsinnum er settir afarkostir um að leggja niður vopn. Pútín sagði að vopnahlé til langs tíma væri nauðsynlegt til að leiða friðarviðræður til lykta og stöðva blóðbaðið í suðausturhluta Úkraínu. Georgía Moldóva Úkraína Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Í dag var undirritaður samningur þar sem lagður er grunnurinn að efnahagslegu og pólitísku samstarfi Evrópusambandsins við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. BBC greinir frá þessu. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, fagnaði undirritun samningsins í Brussel í dag, og sagði að um söguleg tímamót væri að ræða og sagði daginn þann mikilvægasta í sögu Úkraínu frá því landið varð sjálfstætt árið 1991. Hann sagði samninginn fela í sér upphaf undirbúnings þess að Úkraína gangi í hóp Evrópusambandsríkja. Rússneskir ráðamenn hafa talað um að samningurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar og sagði Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Hann sagði samninginn fela í sér sársaukufullt inngrip í málefni Úkraínu og aðeins fela í sér gervivalkost fyrir Úkraínumenn. Umræddur samningur var upphaflega kveikjan að því ólguástandi sem ríkt hefur í landinu undanfarna mánuði, en fjöldamótmæli hófust í Úkraínu eftir að Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti landsins, hætti við að undirrita samninginn í nóvember á síðasta ári. Vopnahlé milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins rennur út nú í kvöld og sagði Porosjenko það munu ráðast þegar hann kæmi aftur til Kænugarðs hvort vopnahléið yrði framlengt. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist fylgjandi því að framlenging yrði á vopnahléinu en þó ekki ef aðskilnaðarsinnum er settir afarkostir um að leggja niður vopn. Pútín sagði að vopnahlé til langs tíma væri nauðsynlegt til að leiða friðarviðræður til lykta og stöðva blóðbaðið í suðausturhluta Úkraínu.
Georgía Moldóva Úkraína Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira