Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2014 23:35 VISIR/AFP Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu ISIS-samtakana sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. Samtökin hafa stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum í Sýrlandi sem reynt hafa á undanförnum árum að steypa ríkisstjórn Bashar Al-Assad af stóli. Talið er að átökin í landinu hafi kostað 160 þúsund manns lífið frá því í mars 2011. Hvíta húsið hefur sagt að inngrip sýrlenskra stjórnvalda í Írak muni ekki verða til þess að hægja á framgangi samtakana. „Lausnin fellst ekki í blóðsúthellingum af hálfu stjórnar Al-Assad, sem lengi hélt hlífðarskildi yfir samtökunum, heldur með því að styrkja írösk stjórnvöld til að takast á við hættuna heima fyrir,“ er haft eftir talskonu stjórnvalda. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að írönsk yfirvöld fljúgi nú fjarstýrðum eftirlitsdrónum yfir átaksvæðunum í norðurhluta Íraks. Talið er að þeir séu ekki vopnum búnir þrátt fyrir að það hafi ekki fengist staðfest. Íranar hafa þó sent hermenn til landsins þannig að ekki er talið ólíklegt að íranskir herinn kunni einnig að herja á uppreisnarmennina úr lofti. Það verður að teljast til tíðinda að Bandaríkin og Íran hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að tryggja stöðuleika í Írak. Íranar vilja áframhaldandi áhrif shía múslima í landinu á meðan Bandaríkjamenn hafa lengi krafist breytinga í lýðræðisátt á stjórnkerfi landsins. Einhverjar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íran og Bandaríkjanna í tengslum við þróun ástandsins í Írak á síðustu vikum en Barack Obama hefur ítrekað að hann muni ekki fara að fordæmi kollega síns Hassan Rouhani og hefja beina hernaðarlega íhlutun í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu ISIS-samtakana sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. Samtökin hafa stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum í Sýrlandi sem reynt hafa á undanförnum árum að steypa ríkisstjórn Bashar Al-Assad af stóli. Talið er að átökin í landinu hafi kostað 160 þúsund manns lífið frá því í mars 2011. Hvíta húsið hefur sagt að inngrip sýrlenskra stjórnvalda í Írak muni ekki verða til þess að hægja á framgangi samtakana. „Lausnin fellst ekki í blóðsúthellingum af hálfu stjórnar Al-Assad, sem lengi hélt hlífðarskildi yfir samtökunum, heldur með því að styrkja írösk stjórnvöld til að takast á við hættuna heima fyrir,“ er haft eftir talskonu stjórnvalda. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að írönsk yfirvöld fljúgi nú fjarstýrðum eftirlitsdrónum yfir átaksvæðunum í norðurhluta Íraks. Talið er að þeir séu ekki vopnum búnir þrátt fyrir að það hafi ekki fengist staðfest. Íranar hafa þó sent hermenn til landsins þannig að ekki er talið ólíklegt að íranskir herinn kunni einnig að herja á uppreisnarmennina úr lofti. Það verður að teljast til tíðinda að Bandaríkin og Íran hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að tryggja stöðuleika í Írak. Íranar vilja áframhaldandi áhrif shía múslima í landinu á meðan Bandaríkjamenn hafa lengi krafist breytinga í lýðræðisátt á stjórnkerfi landsins. Einhverjar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íran og Bandaríkjanna í tengslum við þróun ástandsins í Írak á síðustu vikum en Barack Obama hefur ítrekað að hann muni ekki fara að fordæmi kollega síns Hassan Rouhani og hefja beina hernaðarlega íhlutun í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira