Amfetamín fannst í lífsýni knapans Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2014 12:00 Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Stjörnu frá Stóra-Hofi. Mynd/Hestafréttir.is Dómurinn yfir knapanum Þorvaldi Árna Þorvaldssyni er loks birtur í heild sinni á vef íþróttasambands Íslands í dag en þar kemur fram að levmetamfetamine eða amfetamín hafi fundist í lífsýni hans. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Hann sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem SigurbjörnBárðarson hafði sigur í. Þorvaldur Árni var upphaflega dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann en ekki sex mánaða bann eins og tíðkast þegar eiturlyf finnast í lyfsýnum íþróttamanna. Áfrýjun hans skilaði aftur á móti árangri því keppnisbannið var stytt niður í eitt mánuð eins og greint var frá í gær. Þorvaldur Árni verður því að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Vörn Þorvaldar Árna byggist á því að ÍSÍ hafi ekki lögsögu í málinu og bari því að vísa því frá dómi. „Krafa kærða byggir á því að Meistaradeild í hestaíþróttum er ekki aðili að landsambandi hestamanna eða öðrum héraðssamböndum, íþróttafélögum eða sérsamböndum á Íslandi. Af þeirri ástæðu tilheyrir Meistaradeildin ekki Ísí,“ segir í málatilbúnaði kærða. Þorvaldur Árni var, þegar sýnið var tekið, félagí í hestamannafélaginu Ljúfi og er óumdeilt að hann hafi keppt sem félagi í því.Kristinn Halldórsson, framkvæmdastjóri Meistaradeildarinnar, sagði keppnina vera viðurkenndan íþróttaviðburð innan Landsambands Hestamanna. Framburður hans er sagður afdráttalaus um það. Frávísunarkröfu kærða var hafnað en til vara vildi lögmaður Þorvaldur Árna að hann yrði sýknaður og til þrautavarakröfu að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sem fyrr segir var Þorvaldur Árni upphaflega dæmdur í þriggja mánaða bann sem var stytt niður í einn mánuð eftir áfrýjun.Hér má lesa dóminn í heild sinni. Íþróttir Tengdar fréttir Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira
Dómurinn yfir knapanum Þorvaldi Árna Þorvaldssyni er loks birtur í heild sinni á vef íþróttasambands Íslands í dag en þar kemur fram að levmetamfetamine eða amfetamín hafi fundist í lífsýni hans. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Hann sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem SigurbjörnBárðarson hafði sigur í. Þorvaldur Árni var upphaflega dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann en ekki sex mánaða bann eins og tíðkast þegar eiturlyf finnast í lyfsýnum íþróttamanna. Áfrýjun hans skilaði aftur á móti árangri því keppnisbannið var stytt niður í eitt mánuð eins og greint var frá í gær. Þorvaldur Árni verður því að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Vörn Þorvaldar Árna byggist á því að ÍSÍ hafi ekki lögsögu í málinu og bari því að vísa því frá dómi. „Krafa kærða byggir á því að Meistaradeild í hestaíþróttum er ekki aðili að landsambandi hestamanna eða öðrum héraðssamböndum, íþróttafélögum eða sérsamböndum á Íslandi. Af þeirri ástæðu tilheyrir Meistaradeildin ekki Ísí,“ segir í málatilbúnaði kærða. Þorvaldur Árni var, þegar sýnið var tekið, félagí í hestamannafélaginu Ljúfi og er óumdeilt að hann hafi keppt sem félagi í því.Kristinn Halldórsson, framkvæmdastjóri Meistaradeildarinnar, sagði keppnina vera viðurkenndan íþróttaviðburð innan Landsambands Hestamanna. Framburður hans er sagður afdráttalaus um það. Frávísunarkröfu kærða var hafnað en til vara vildi lögmaður Þorvaldur Árna að hann yrði sýknaður og til þrautavarakröfu að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sem fyrr segir var Þorvaldur Árni upphaflega dæmdur í þriggja mánaða bann sem var stytt niður í einn mánuð eftir áfrýjun.Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Íþróttir Tengdar fréttir Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14
Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15