Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2014 23:14 Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Stjörnu frá Stóra-Hofi. Mynd/Hestafréttir.is Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags. Hestar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags.
Hestar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira