Fótbolti

Gengið verður frá félagsskiptum Alfreðs í vikunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð hefur sennilega leiki sinn síðasta leik fyrir Heerenveen.
Alfreð hefur sennilega leiki sinn síðasta leik fyrir Heerenveen. Vísir/Getty
Búist er við því að Alfreð Finnbogason skrifi undir samning hjá Real Sociedad í vikunni en þetta kemur fram á hollenska miðlinum VI.nl

Það eina sem stendur í vegi þess að félagsskiptin gangi í gegn er að félögin eigi eftir að komast að loka samkomulagi um verðið. Talið er að Real Sociedad greiði 8 milljónir evra fyrir Alfreð.

„Við verðum að vera við öllu búnir en ég geri ráð fyrir að gengið verði frá félagsskiptunum í þessari viku. Þrátt fyrir að við myndum vilja halda honum er þetta jákvæður samningur fyrir báða aðila, bæði Alfreð sem vill fara til Spánar og félagið,“ sagði Hans Vonk, yfirmaður knattspyrnumála hjá Heerenveen, en hann á von á því að félagið muni saknar Alfreðs gríðarlega.

„Hann var ekki aðeins markahæstur heldur lagði hann upp flest mörk í liðinu. Við erum með nokkur nöfn sem við erum að fylgjast með til þess að fylla í skarð hans en við þurfum að vanda valið vel,“ sagði Vonk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×