Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2014 20:00 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent