Fylgjan snædd sigga dögg kynfræðingur skrifar 4. júlí 2014 11:00 Ein á dag, getur kannski komið skapinu og brjóstagjöfinni í lag Mynd/Getty Í heimi verðandi og nýbakaðra mæðra er mikið rætt um það hvort borða skuli fylgjuna í kjölfar fæðingar. Maðurinn er eina spendýrið sem neytir ekki fylgjunnar en hún ku vera stútfull af næringarefnum líkt og vellíðunarhormíninu oxýtósin. Sumir telja að ef þú borðar hana þá getur þú komið í veg fyrir fæðingarþunglyndi og aukið brjóstamjólkina. Rannsóknir virðast ekki styðja þessi áhrif og fæðingarlæknar mæla ekki sérstaklega með því að halda upp á og borða fylgjuna. Fyrir utan það að slíkt er ólöglegt á Íslandi (þó ég hafi heyrt sögur um konur sem hafi haldið upp á sína eftir heimafæðingu). Í þessu samhengi þá ætti líkamleg heilsa og líðan móður á meðgöngu að skipta einhverju máli þar sem hormón eru misjöfn sem og þá næringarinnihald fylgjunnar. Fyrir sumar mæður þá virðist þetta vera frábært en svo alls ekki fyrir aðrar. Dæmi um fræga einstaklinga sem trúa á þetta og hafa snætt fylgjuna eru: Tom Cruise, January Jones, Alicia Silverstone og tvíburasysturnar Tia & Tamera. En það er eins og með allt þá er ekkert eitt sem virkar fyrir alla. Ef þér þykir þetta áhugaverður kostur þá útskýrir meðfylgjandi myndband hvernig megi þurrka fylgjuna og búa til pillur úr henni. Heilsa Lífið Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið
Í heimi verðandi og nýbakaðra mæðra er mikið rætt um það hvort borða skuli fylgjuna í kjölfar fæðingar. Maðurinn er eina spendýrið sem neytir ekki fylgjunnar en hún ku vera stútfull af næringarefnum líkt og vellíðunarhormíninu oxýtósin. Sumir telja að ef þú borðar hana þá getur þú komið í veg fyrir fæðingarþunglyndi og aukið brjóstamjólkina. Rannsóknir virðast ekki styðja þessi áhrif og fæðingarlæknar mæla ekki sérstaklega með því að halda upp á og borða fylgjuna. Fyrir utan það að slíkt er ólöglegt á Íslandi (þó ég hafi heyrt sögur um konur sem hafi haldið upp á sína eftir heimafæðingu). Í þessu samhengi þá ætti líkamleg heilsa og líðan móður á meðgöngu að skipta einhverju máli þar sem hormón eru misjöfn sem og þá næringarinnihald fylgjunnar. Fyrir sumar mæður þá virðist þetta vera frábært en svo alls ekki fyrir aðrar. Dæmi um fræga einstaklinga sem trúa á þetta og hafa snætt fylgjuna eru: Tom Cruise, January Jones, Alicia Silverstone og tvíburasysturnar Tia & Tamera. En það er eins og með allt þá er ekkert eitt sem virkar fyrir alla. Ef þér þykir þetta áhugaverður kostur þá útskýrir meðfylgjandi myndband hvernig megi þurrka fylgjuna og búa til pillur úr henni.
Heilsa Lífið Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið