Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 13:50 Pútín vildi ekki tjá sig um upplýsingar um að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússa beri ábyrgð á ódæðinu. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. „Það verður að koma á friði í Úkraínu eins fljótt og auðið er,“ segir Pútín. Pútín sagðist hafa miklar áhyggjur af atburðunum í Úkraínu. „Þetta er skelfilegt. Þetta er harmleikur,“ segir í frétt RTE. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði fyrr í dag að rússnesk stjórnvöld yrðu leggja sitt að mörkum til að flýta friðarferlinu í Úkraínu. Sagði Merkel að vopnahlé væri nauðsynlegt til að hægt væri að rannsaka atburðinn þegar MH17 vél Malaysian Airlines var skotin niður um miðjan dag í gær. Merkel sagði það of snemmt að taka ákvörðun um hvort herða ætti viðskipaþvinganir gegn Rússum. Sagði hún að margt benti til þess að vélin hafi verið skotið niður og að allir þeir sem ábyrgð bæru yrðu látnir svara til saka. Á fréttavef Reuters segir Merkel að atburðirnir hafi enn og aftur sýnt fram á að nauðsynlegt sé að ná pólitískri lausn og að Rússar beri ábyrgð á atburðum þeim sem eiga sér stað í Úkraínu nú um stundir. Pútín sakaði í gær úkraínsk stjórnvöld um að bera ábyrgð á ódæði gærdagsins þar sem það hafi átt sér stað í úkraínsku loftrými. Hann hefur jafnframt sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á ófriðinum í landinu. Pútín tjáði sig ekki um þær upplýsingar að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafi fengið vopn frá Rússum sem hafi verið notuð til að granda farþegavélinni þar sem 298 farþegar og áhafnarmeiðlimir létu lífið. Úkraínustjórn hefur farið fram á að alþjóðlegt teymi verði fengið til að rannsaka atburðinn og hefur Bandaríkjastjórn tilkynnt að hún sé reiðubúin að koma að slíkri rannsókn. MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. „Það verður að koma á friði í Úkraínu eins fljótt og auðið er,“ segir Pútín. Pútín sagðist hafa miklar áhyggjur af atburðunum í Úkraínu. „Þetta er skelfilegt. Þetta er harmleikur,“ segir í frétt RTE. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði fyrr í dag að rússnesk stjórnvöld yrðu leggja sitt að mörkum til að flýta friðarferlinu í Úkraínu. Sagði Merkel að vopnahlé væri nauðsynlegt til að hægt væri að rannsaka atburðinn þegar MH17 vél Malaysian Airlines var skotin niður um miðjan dag í gær. Merkel sagði það of snemmt að taka ákvörðun um hvort herða ætti viðskipaþvinganir gegn Rússum. Sagði hún að margt benti til þess að vélin hafi verið skotið niður og að allir þeir sem ábyrgð bæru yrðu látnir svara til saka. Á fréttavef Reuters segir Merkel að atburðirnir hafi enn og aftur sýnt fram á að nauðsynlegt sé að ná pólitískri lausn og að Rússar beri ábyrgð á atburðum þeim sem eiga sér stað í Úkraínu nú um stundir. Pútín sakaði í gær úkraínsk stjórnvöld um að bera ábyrgð á ódæði gærdagsins þar sem það hafi átt sér stað í úkraínsku loftrými. Hann hefur jafnframt sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á ófriðinum í landinu. Pútín tjáði sig ekki um þær upplýsingar að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafi fengið vopn frá Rússum sem hafi verið notuð til að granda farþegavélinni þar sem 298 farþegar og áhafnarmeiðlimir létu lífið. Úkraínustjórn hefur farið fram á að alþjóðlegt teymi verði fengið til að rannsaka atburðinn og hefur Bandaríkjastjórn tilkynnt að hún sé reiðubúin að koma að slíkri rannsókn.
MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12
Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20