Þátturinn er stuttur og hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þar er rætt við Gunnar um undirbúninginn, þjálfarann John Kavanagh og lífið á Írlandi sem hann þekkir vel.
Þá kíkir Gunnar einnig í klifur og sýnir áhorfendum hvar honum þykir best að borða þar í bæ.
Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.