Konum yfir fimmtugu mismunað á vinnumarkaði Jón Július Karlsson skrifar 22. júlí 2014 19:24 Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira