Konum yfir fimmtugu mismunað á vinnumarkaði Jón Július Karlsson skrifar 22. júlí 2014 19:24 Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira