Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 19. ágúst 2014 14:01 Jón Arnór Stefánsson á æfingu með íslenska landsliðinu á dögunum. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson er lentur í London og búinn að hitta félaga sína í karlalandsliðinu í körfubolta en Jón Arnór ætlar að spila leikinn mikilvæga í Koparkassanum annað kvöld en með sigri fer íslenska liðið langleiðina með því að tryggja sér sæti á EM. „Sumir segja „glory hunter" og það er bara þannig. Þetta er lið sem ég er búinn að spila með síðan árið 2000 og loksins er möguleiki á að gera eitthvað. Það kom líka svolítið á óvart hvað við vorum miklu betri en Bretarnir og við unnum þannig leik með stærri mun en ég hafði haldið," sagði Jón Arnór sem ákvað að skella sér í slaginn. Hann var ekki með þegar liðið vann 13 stiga sigur á Bretlandi í Laugardalshöllinni. „Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," sagði Jón Arnór en hann tók þessa ákvörðun eftir hádegismat með konunni. „Við sátum saman í sólinni eftir að hafa tekið saman hádegismat tveimur dögum fyrir Bosníuleikinn. Þá ákvað ég bara að taka slaginn og byrja allavega á Bretaleiknum. Svo eigum við Bosníu heima og við eigum möguleika á því að vinna þá heima á Íslandi. Það getur vel verið að ég taki þann leik líka," sagði Jón Arnór en Ísland fær Bosníu í heimsókn í Höllina eftir rúma viku. Jón Arnór er enn án samnings og tekur því mikla áhættu enda gætu meiðsli í þessum leik kostað hann síðasta flotta samninginn. „Vonandi verð ég búinn að semja fyrir Bosníuleikinn en áhættusamast er að spila á morgun á móti Bretum. Ég setti hlutina smá í samhengi og það að komast inn á Evrópumót er miklu nær en ég hafði haldið. Ég tek bara sjensinn," sagði Jón Arnór en það verður rætt nánar við hann í Fréttablaðinu á morgun. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er lentur í London og búinn að hitta félaga sína í karlalandsliðinu í körfubolta en Jón Arnór ætlar að spila leikinn mikilvæga í Koparkassanum annað kvöld en með sigri fer íslenska liðið langleiðina með því að tryggja sér sæti á EM. „Sumir segja „glory hunter" og það er bara þannig. Þetta er lið sem ég er búinn að spila með síðan árið 2000 og loksins er möguleiki á að gera eitthvað. Það kom líka svolítið á óvart hvað við vorum miklu betri en Bretarnir og við unnum þannig leik með stærri mun en ég hafði haldið," sagði Jón Arnór sem ákvað að skella sér í slaginn. Hann var ekki með þegar liðið vann 13 stiga sigur á Bretlandi í Laugardalshöllinni. „Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," sagði Jón Arnór en hann tók þessa ákvörðun eftir hádegismat með konunni. „Við sátum saman í sólinni eftir að hafa tekið saman hádegismat tveimur dögum fyrir Bosníuleikinn. Þá ákvað ég bara að taka slaginn og byrja allavega á Bretaleiknum. Svo eigum við Bosníu heima og við eigum möguleika á því að vinna þá heima á Íslandi. Það getur vel verið að ég taki þann leik líka," sagði Jón Arnór en Ísland fær Bosníu í heimsókn í Höllina eftir rúma viku. Jón Arnór er enn án samnings og tekur því mikla áhættu enda gætu meiðsli í þessum leik kostað hann síðasta flotta samninginn. „Vonandi verð ég búinn að semja fyrir Bosníuleikinn en áhættusamast er að spila á morgun á móti Bretum. Ég setti hlutina smá í samhengi og það að komast inn á Evrópumót er miklu nær en ég hafði haldið. Ég tek bara sjensinn," sagði Jón Arnór en það verður rætt nánar við hann í Fréttablaðinu á morgun.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00