Fjórir látnir eftir jarðskjálfta í höfuðborg Ekvadors Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 22:20 Þriggja er enn saknað. Vísir/AFP Fjórir eru látnir eftir að jarðskjálfti skók höfuðborg Ekvador, Quito, í gær og talið er að átta hafi slasast í aurskriðu sem féll í kjölfar skjálftans. Björgunarsveitir vinna nú að því að bjarga fólki úr húsarústum en þriggja er enn saknað. Skjálftinn var af stærðinni 5.1 sem Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hefur lýst sem „miðlungsstórum“. „Augljóst er að jarðskjálftinn olli aurskriðunni, en ákveðinn veikleiki var þó til staðar í fjallinu eftir ólöglega námastarfsemi og grjótnámur sem hagnýttar voru með ótilhlýðlegum hætti,“ sagði forseti Ekvador, Rafael Correa, í samtali við þarlenda fjölmiðla. Borgarstjóri Quito tilkynnti fjölmiðlamönnum að einn þeirra sem lét lífið í skjálftanum hafi verið fjögurra ára strákur sem varð undir hrísgrjónasekkjum. Aðalflugvelli borgarinnar var lokað í kjölfar skjálftans til að meta hugsanlegar skemmdir á innviðum vallarins en hann hefur nú verið opnaður aftur. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni og þustu skrifstofustarfsmenn út á götur borgarinnar þegar þeir urðu hans varir. Bílaumferð var lengi í lamasessi eftir titringinn. Alls búa um 1.6 milljón manns í Quinto en skjálftin átti upptök sín á um 7.7 kílómetra dýpi, rúma 22 kílómetra norðaustur af höfuðborginni. Jarðskjálftar eru tíðir í Ekvador en landið er í hinum svokallað Eldhring sem umlykur Kyrrahafsflekann. Eldhringurinn er í raun hálfhringur, 40.000 km langur, þar sem 90 prósent af öllum jarðskjálftum heims og 81% af stærstu jarðskjálftum heims eiga sér stað.Skrifstofufólk þusti út á götur Quito er það fann skjálftann.Vísir/AFPHér að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi hamfaranna. Post by Cesitar Egas. Post by Marco Pérez Torres. Post by Cristian Javier Rodriguez. Bárðarbunga Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Fjórir eru látnir eftir að jarðskjálfti skók höfuðborg Ekvador, Quito, í gær og talið er að átta hafi slasast í aurskriðu sem féll í kjölfar skjálftans. Björgunarsveitir vinna nú að því að bjarga fólki úr húsarústum en þriggja er enn saknað. Skjálftinn var af stærðinni 5.1 sem Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hefur lýst sem „miðlungsstórum“. „Augljóst er að jarðskjálftinn olli aurskriðunni, en ákveðinn veikleiki var þó til staðar í fjallinu eftir ólöglega námastarfsemi og grjótnámur sem hagnýttar voru með ótilhlýðlegum hætti,“ sagði forseti Ekvador, Rafael Correa, í samtali við þarlenda fjölmiðla. Borgarstjóri Quito tilkynnti fjölmiðlamönnum að einn þeirra sem lét lífið í skjálftanum hafi verið fjögurra ára strákur sem varð undir hrísgrjónasekkjum. Aðalflugvelli borgarinnar var lokað í kjölfar skjálftans til að meta hugsanlegar skemmdir á innviðum vallarins en hann hefur nú verið opnaður aftur. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni og þustu skrifstofustarfsmenn út á götur borgarinnar þegar þeir urðu hans varir. Bílaumferð var lengi í lamasessi eftir titringinn. Alls búa um 1.6 milljón manns í Quinto en skjálftin átti upptök sín á um 7.7 kílómetra dýpi, rúma 22 kílómetra norðaustur af höfuðborginni. Jarðskjálftar eru tíðir í Ekvador en landið er í hinum svokallað Eldhring sem umlykur Kyrrahafsflekann. Eldhringurinn er í raun hálfhringur, 40.000 km langur, þar sem 90 prósent af öllum jarðskjálftum heims og 81% af stærstu jarðskjálftum heims eiga sér stað.Skrifstofufólk þusti út á götur Quito er það fann skjálftann.Vísir/AFPHér að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi hamfaranna. Post by Cesitar Egas. Post by Marco Pérez Torres. Post by Cristian Javier Rodriguez.
Bárðarbunga Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira