Erlent

Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd

Agnar Már Másson skrifar
Frá aðgerðum inni í húsinu.
Frá aðgerðum inni í húsinu. Emergencias Madrid

Að minnsta kosti 25 manns slösuðust í gassprengingu í Madríd, höfuðborg Spánar, í dag.

Þetta kemur fram í frétt dagblaðsins El País. Þrír eru sagðir alvarlega slasaðir og verið er að meta hvort tveir til viðbótar séu með alvarlega áverka.

Sprengingin, sem varð um klukkan 15, hafði áhrif á bar og íbúðablokk í Puente de Vallecas í borginni. Byggingin hefur verið rýmd.

Sprengingin virðist eiga upptök sín í íbúðahúsæði við hliðina á bar. Emergencias Madrid

Slökkviliðsmenn eru nú við hreinsunarstörf á svæðinu. Byggingin er sögð óstöðug og því er hættulegt að vinna á svæðinu, að sögn El País.

El País hefur eftir íbúum að húsnæðið þar sem sprengingin varð sé í raun íbúð á jarðhæð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×