Mikil blessun fyrir mig að fá þetta tækifæri 13. ágúst 2014 22:01 Damon Johnson í leik með Keflavík. Mynd/Vísir „Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
„Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn