Ofurmáninn stafar af nálægð tunglsins við jörðina og því virtist það óvenjulega stórt við sjóndeildarhringinn í nótt.
Ofurmáninn í gærkvöldi er annar ofurmáninn af þremur í sumar og jafnframt sá bjartasti. Samkvæmt Nasa er ofurmáninn um 14 prósent stærri og 30 prósent bjartari en þegar tunglið er fjærst jörðu.
Hér að neðan má sjá hvernig máninn blasti við jarðarbúum í hinum ýmsu hornum heimsins.
Náðir þú mynd af ofurmánanum? Deildu henni endilega með okkur á ritstjorn visir.is.







