Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2014 23:42 Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00
Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15
Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16
Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28
Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00
Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51