Svo virðist sem eldgosið hafi náð hámarki um eittleytið en dregið hefur úr virkni eftir því sem liðið hefur á nóttina.
Myndin hér að ofan er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS. Gosið er um sex kílómetra fyrir norðan Dyngjujökul og um 15-20 kílómetra sunnan við Öskju.
