„Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 22:34 Víðir Reynisson við störf. Vísir/Valli „Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða. Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
„Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56