Körfubolti

Höllin verður að syngja afmælissönginn fyrir Ragnar og Helga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Ágúst Nathanaelsson.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Vísir/Daníel
Tveir leikmenn íslenska körfuboltalandsliðsins halda upp á afmælið sitt í dag og það efast enginn um hvað strákarnir óska sér í afmælisgjöf.

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, 218 sm miðherji íslenska körfuboltalandsliðsins, heldur upp á 23 ára afmælið sitt í dag og framherjinn Helgi Már Magnússon heldur upp á 32 ára afmælið sitt.

Ragnar, Helgi Már og félagar hans í íslenska landsliðinu mæta Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld og tryggja sér sæti á EM með sigri eða hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum.

Ragnar fékk ekki mikið að spreyta sig í leikjum við Bretland en fékk fullt af mínútum í fyrri leiknum gegn Bosníumönnum þar sem hæð hans nýttist vel í baráttunni við stóru strákana í bosníska liðinu. Meiðsli fyrirliðans Hlyns Bæringsson gæti orðið til þess að Ragnar spili meira í kvöld.

Helgi Már kom inn í íslenska liðið fyrir leikinn við Bretland í London og skoraði eina af mikilvægustu körfum íslenska liðsins þegar hann kom Íslandi yfir rétt áður en þriðji leikhlutinn rann út.

Það er uppselt á leikinn í Höllinni í kvöld og ég efast ekki um að Höllin syngi öll afmælissönginn fyrir Ragnar og Helga Má, jafnvel bæði fyrir og eftir leik (ef EM sætið er í höfn).




Tengdar fréttir

Ragnar: Spennandi að sjá hvort það verða jafnmikil læti hérna og í Bosníu

Ragnar Ágúst Nathanaelsson gæti fengið stærra hlutverk en oft áður þegar Íslenska körfuboltalandsliðið spilar einn sinn mikilvægasta leik frá upphafi í kvöld. Bosníumenn koma þá í heimsókn í Laugardalshöll í lokaleik liðanna í undankeppni EM og íslenska liðið á möguleika á því að tryggja sér sæti á EM.

Vonar að adrenalínið gleypi sársaukann

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar í fyrsta sinn fyrir fullri Laugardalshöll í kvöld og í boði er sæti á EM. "Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu,“ segir Hlynur Bæringsson sem ætlar að spila þrátt fyrir ökklameiðsli. "Hann er

Hlynur: Raggi getur margt sem ég get ekki

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar einn sinn mikilvægasta leik í kvöld þegar Bosníumenn koma í heimsókn í Laugardalshöll í lokaleik liðanna í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×