Körfubolti

Formaður KKÍ fékk ískalda sturtu á æfingu landsliðsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hannes S. Jónsson var rennblautur í Dalnum.
Hannes S. Jónsson var rennblautur í Dalnum. vísir/andri marinó
Það er létt yfir forsvarsmönnum Körfuknattleikssambands Íslands þessa dagana enda stendur karlalandsliðið á barmi þess að komast á EM 2015 og þá verður full Laugardalshöll í fyrsta skipti á körfuboltalandsleik annað kvöld þegar Bosnía kemur í heimsókn.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tók ísfötuáskoruninni sem hefur farið sigurför um heiminn undanfarnar vikur, en hún er gerð til þess að vekja athygli á MND-sjúkdómnum.

Á æfingu landsliðsins í dag var Hannes baðaður með ísköldu vatni, en það voru starfsmenn KKÍ sem fengu að hella yfir yfirmann sinn.

Hannes skoraði svo á bróðir sinn HalldórJónsson, EyjólfGuðlaugsson, gjaldkera KKÍ, og Arnar Ólafsson, formann fimleikasambandsins.

vísir/andri marinó
vísir/andri marinó
vísir/andri marinó
vísir/andri marinó

Tengdar fréttir

Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti

"Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2.

Bosnískur sigur á Bretum

Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta.

Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni

NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×