Stór jarðskjálfti varð við jökulsporð Dyngjujökuls rétt fyrir hádegi. Skjálftinn mældist 4,6 stig að stærð og á átta kílómetra dýpi. Að því er fram kemur í frétt á vef Veðurstofu hafa borist nokkrar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Akureyri.
Samkvæmt starfsmanni Samhæfingarmiðstöðvar almannavarna í Skógarhlíð, breytir skjálftinn litlu fyrir ástandið á jöklinum, annað en að svona stór skjálfti hreyfi mikið af jörð í kring.
