700 skjálftar frá miðnætti Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2014 12:19 Skjálfti af stærðinni 5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 20:39 í gærkvöldi, en síðan hafa ekki orðið stórir skjálftar þar. Vísir/Vilhelm Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mjög mikil og hafa rúmlega 700 skjálftar mælst frá miðnætti. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að virknin þokist áfram til norðurs og er að mestu á 10 kílómetra löngu bili, með miðju undir jökuljaðrinum. Vísindaráð kom saman til fundar í morgun, en í því sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Skjálfti af stærðinni 5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 20:39 í gærkvöldi, en síðan hafa ekki orðið stórir skjálftar þar. Berggangurinn undir Dyngjujökli er nú talinn vera um 35 kílómetra langur. Líkanreikningar byggðir á GPS mælingum benda til að um 300 milljón rúmmetrar af kviku séu í ganginum. GPS mælum verður bætt við norðan við Vonarskarð og á Urðarhálsi á næstu dögum. Segir að engar vísbendingar séu um að dragi úr ákafa atburðanna. Í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Þrír möguleikar eru þó taldir líklegastir. Í fyrsta lagi að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til eldgoss. Í öðru lagi að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist. Líklegast er að það verði við norðurenda gangsins. Þá er líklegast að verði hraungos með nokkurri sprengivirkni. Í þriðja lagi er mögulegt að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. „Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir t.d. gos í Bárðarbunguöskjunni en líkur á því eru mun minni á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni. Bárðarbunga Tengdar fréttir Um 450 skjálftar í nótt Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm. 25. ágúst 2014 07:03 Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00 Jökulsárgljúfur áfram lokuð Að minnsta kosti 400 ferðamenn þurftu að yfirgefa Jökulsárgljúfur þegar fréttir bárust af því á laugardaginn að gos væri hafið. Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður segir að fólk hafi yfirleitt brugðist mjög vel við. 25. ágúst 2014 07:00 Ferðamenn eru forvitnir Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu. 25. ágúst 2014 07:00 Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli. 25. ágúst 2014 07:00 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla 25. ágúst 2014 08:55 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mjög mikil og hafa rúmlega 700 skjálftar mælst frá miðnætti. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að virknin þokist áfram til norðurs og er að mestu á 10 kílómetra löngu bili, með miðju undir jökuljaðrinum. Vísindaráð kom saman til fundar í morgun, en í því sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Skjálfti af stærðinni 5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 20:39 í gærkvöldi, en síðan hafa ekki orðið stórir skjálftar þar. Berggangurinn undir Dyngjujökli er nú talinn vera um 35 kílómetra langur. Líkanreikningar byggðir á GPS mælingum benda til að um 300 milljón rúmmetrar af kviku séu í ganginum. GPS mælum verður bætt við norðan við Vonarskarð og á Urðarhálsi á næstu dögum. Segir að engar vísbendingar séu um að dragi úr ákafa atburðanna. Í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Þrír möguleikar eru þó taldir líklegastir. Í fyrsta lagi að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til eldgoss. Í öðru lagi að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist. Líklegast er að það verði við norðurenda gangsins. Þá er líklegast að verði hraungos með nokkurri sprengivirkni. Í þriðja lagi er mögulegt að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. „Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir t.d. gos í Bárðarbunguöskjunni en líkur á því eru mun minni á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Um 450 skjálftar í nótt Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm. 25. ágúst 2014 07:03 Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00 Jökulsárgljúfur áfram lokuð Að minnsta kosti 400 ferðamenn þurftu að yfirgefa Jökulsárgljúfur þegar fréttir bárust af því á laugardaginn að gos væri hafið. Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður segir að fólk hafi yfirleitt brugðist mjög vel við. 25. ágúst 2014 07:00 Ferðamenn eru forvitnir Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu. 25. ágúst 2014 07:00 Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli. 25. ágúst 2014 07:00 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla 25. ágúst 2014 08:55 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Um 450 skjálftar í nótt Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm. 25. ágúst 2014 07:03
Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00
Jökulsárgljúfur áfram lokuð Að minnsta kosti 400 ferðamenn þurftu að yfirgefa Jökulsárgljúfur þegar fréttir bárust af því á laugardaginn að gos væri hafið. Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður segir að fólk hafi yfirleitt brugðist mjög vel við. 25. ágúst 2014 07:00
Ferðamenn eru forvitnir Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu. 25. ágúst 2014 07:00
Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli. 25. ágúst 2014 07:00
Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15
Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla 25. ágúst 2014 08:55