Orsakir óróa hljóta að vera aðrar en eldgos Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2014 13:32 Myndirnar eru teknar úr flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif og úrvinnsla var gerð af Jarðvísindastofnun HÍ. Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær. Þetta kemur fram í grein Magnúsar Tuma Guðmundssonar á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. „Orsakir aukins óróa hljóta því að hafa verið aðrar en eldgos.“ Meðfylgjandi myndir eru ratsjármyndir af af Dyngjujökli og Bárðarbungu frá því kl. 16 í gær. Til samanburðar er ASTER gervitunglamynd frá því í nóvember 2000.Magnús Tumi segir að reynsla af eldgosum undir jökli sýni að þeim fylgi mikil bráðnun íss. „Jafnvel smæsta gerð af gosi hefði aukið rennsli Jökulsár á Fjöllum um á að giska 100 rúmmetra á sekúndu.“ Þá renni vatn oftast jafnharðan með botni frá gosstað að jökuljaðri. „Ef gos verður síðsumars á leysingasvæði jökuls, þegar rennslisleiðir undir jöklinum eru vel opnar, má reikna með að rennsli vatnsins frá gosstað taki skamma stund. Má t.d. reikna með að gos 5 kílómetra innan jaðars valdi verulegum vatnavöxtum eða hlaupi um eða innan við klukkustund frá því gos hefst.“ Einnig að sá tími sem það taki eldgos að bræða sig í gegnum jökul sé háður kvikuflæði í gosinu sem og þykkt íssins. „Gosið í Grímsvötnum fór til dæmis gegnum 150 metra þykkan jökul á um einni klukkustund meðan það tók Gjálpargosið, sem var töluvert öflugra, rúma 30 tíma að bræða sig gegnum 600 metra þykkan jökul.“ „Af ofangreindu má meðal annars ráða að ef gos brýst út undir 500 metra þykkum ís í Dyngjujökli verður að reikna með að hlaupvatn komi undan jökli mörgum klukkustundum áður en goss nær upp til yfirborðs.“ Bárðarbunga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær. Þetta kemur fram í grein Magnúsar Tuma Guðmundssonar á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. „Orsakir aukins óróa hljóta því að hafa verið aðrar en eldgos.“ Meðfylgjandi myndir eru ratsjármyndir af af Dyngjujökli og Bárðarbungu frá því kl. 16 í gær. Til samanburðar er ASTER gervitunglamynd frá því í nóvember 2000.Magnús Tumi segir að reynsla af eldgosum undir jökli sýni að þeim fylgi mikil bráðnun íss. „Jafnvel smæsta gerð af gosi hefði aukið rennsli Jökulsár á Fjöllum um á að giska 100 rúmmetra á sekúndu.“ Þá renni vatn oftast jafnharðan með botni frá gosstað að jökuljaðri. „Ef gos verður síðsumars á leysingasvæði jökuls, þegar rennslisleiðir undir jöklinum eru vel opnar, má reikna með að rennsli vatnsins frá gosstað taki skamma stund. Má t.d. reikna með að gos 5 kílómetra innan jaðars valdi verulegum vatnavöxtum eða hlaupi um eða innan við klukkustund frá því gos hefst.“ Einnig að sá tími sem það taki eldgos að bræða sig í gegnum jökul sé háður kvikuflæði í gosinu sem og þykkt íssins. „Gosið í Grímsvötnum fór til dæmis gegnum 150 metra þykkan jökul á um einni klukkustund meðan það tók Gjálpargosið, sem var töluvert öflugra, rúma 30 tíma að bræða sig gegnum 600 metra þykkan jökul.“ „Af ofangreindu má meðal annars ráða að ef gos brýst út undir 500 metra þykkum ís í Dyngjujökli verður að reikna með að hlaupvatn komi undan jökli mörgum klukkustundum áður en goss nær upp til yfirborðs.“
Bárðarbunga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent