Gosóróinn í Gjálp hófst daginn eftir þann stóra Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2014 09:30 Tveir sigkatlar voru fyrstu merkin sem sáust á yfirborði Vatnajökuls í Gjálpargosinu fyrir 18 árum. Mynd/Stöð 2. Jarðskjálftinn í nótt upp á 5,3 stig beinir enn sjónum að Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Þá var það einmitt skjálfti af þeirri stærð sem talinn er hafa hrundið eldgosinu af stað. Merki um gos sáust þó ekki strax heldur leið meira en sólarhringur frá stóra skjálftanum þar til gosórói sást á mælum, tæpir tveir sólarhringar liður frá skjálftanum þar til sigkatlar sáust á jöklinum og nærri þrír sólarhringar þar til gosmökkurinn kom upp úr jöklinum. Ísþykktin þar sem gossprungan opnaðist árið 1996 er talin hafa verið 450 til 600 metrar. Ísþykktin á þeim stað í Dyngjujökli, þar sem Almannavarnir töldu að gos hefði byrjað í gær, er áætluð minni, eða 150 til 400 metrar.Frá Gjálpargosinu 1996. Stór ísgjá myndaðist þá í Vatnajökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna.Mynd/Stöð 2.Atburðarásin í upphafi Gjálpargossins fyrir átján árum var í grófum dráttum þessi: Jarðskjálfti upp á rúm fimm stig varð í Bárðarbungu laust fyrir hádegi þann 29. september. Stöðug skjálftahrina var í gangi. Að kvöldi 30. september hófst gosórói og eldgos er talið hefjast. Að morgni 1. október sáust sigkatlar á jöklinum á svæði milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Að morgni 2. október kom svo gosmökkur upp úr jöklinum og öskufall hófst. Bræðsluvatnið safnaðist á næstu fimm vikum fyrir í Grímsvötnum og þann 5. nóvember brast það niður á Skeiðarársand með hamfaraflóði, sem rauf hringveginn á löngum kafla, sópaði Gígjubrú burt og tók Skeiðarárbrú í sundur á kafla. Skeiðarársandur var þakinn ísbjörgum sem bárust með hlaupinu. Sjónvarpsmyndir og nánari umfjöllun um Gjálpargosið 1996 má sjá hér.Skeiðarársandur eftir hamfarirnar 1996. Fréttablaðið/ÞÖK Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Jarðskjálftinn í nótt upp á 5,3 stig beinir enn sjónum að Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Þá var það einmitt skjálfti af þeirri stærð sem talinn er hafa hrundið eldgosinu af stað. Merki um gos sáust þó ekki strax heldur leið meira en sólarhringur frá stóra skjálftanum þar til gosórói sást á mælum, tæpir tveir sólarhringar liður frá skjálftanum þar til sigkatlar sáust á jöklinum og nærri þrír sólarhringar þar til gosmökkurinn kom upp úr jöklinum. Ísþykktin þar sem gossprungan opnaðist árið 1996 er talin hafa verið 450 til 600 metrar. Ísþykktin á þeim stað í Dyngjujökli, þar sem Almannavarnir töldu að gos hefði byrjað í gær, er áætluð minni, eða 150 til 400 metrar.Frá Gjálpargosinu 1996. Stór ísgjá myndaðist þá í Vatnajökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna.Mynd/Stöð 2.Atburðarásin í upphafi Gjálpargossins fyrir átján árum var í grófum dráttum þessi: Jarðskjálfti upp á rúm fimm stig varð í Bárðarbungu laust fyrir hádegi þann 29. september. Stöðug skjálftahrina var í gangi. Að kvöldi 30. september hófst gosórói og eldgos er talið hefjast. Að morgni 1. október sáust sigkatlar á jöklinum á svæði milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Að morgni 2. október kom svo gosmökkur upp úr jöklinum og öskufall hófst. Bræðsluvatnið safnaðist á næstu fimm vikum fyrir í Grímsvötnum og þann 5. nóvember brast það niður á Skeiðarársand með hamfaraflóði, sem rauf hringveginn á löngum kafla, sópaði Gígjubrú burt og tók Skeiðarárbrú í sundur á kafla. Skeiðarársandur var þakinn ísbjörgum sem bárust með hlaupinu. Sjónvarpsmyndir og nánari umfjöllun um Gjálpargosið 1996 má sjá hér.Skeiðarársandur eftir hamfarirnar 1996. Fréttablaðið/ÞÖK
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45
Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30
Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30