Ísþykktin þar sem gossprungan opnaðist árið 1996 er talin hafa verið 450 til 600 metrar. Ísþykktin á þeim stað í Dyngjujökli, þar sem Almannavarnir töldu að gos hefði byrjað í gær, er áætluð minni, eða 150 til 400 metrar.

Jarðskjálfti upp á rúm fimm stig varð í Bárðarbungu laust fyrir hádegi þann 29. september. Stöðug skjálftahrina var í gangi. Að kvöldi 30. september hófst gosórói og eldgos er talið hefjast. Að morgni 1. október sáust sigkatlar á jöklinum á svæði milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Að morgni 2. október kom svo gosmökkur upp úr jöklinum og öskufall hófst.
Bræðsluvatnið safnaðist á næstu fimm vikum fyrir í Grímsvötnum og þann 5. nóvember brast það niður á Skeiðarársand með hamfaraflóði, sem rauf hringveginn á löngum kafla, sópaði Gígjubrú burt og tók Skeiðarárbrú í sundur á kafla. Skeiðarársandur var þakinn ísbjörgum sem bárust með hlaupinu.
Sjónvarpsmyndir og nánari umfjöllun um Gjálpargosið 1996 má sjá hér.
