Aukinn órói undir Dyngjujökli Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 08:20 Dyngjujökull í gærkvöldi. Engin merki um eldgos. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn. Bárðarbunga Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn.
Bárðarbunga Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira