Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 13:30 Hlynur Bæringsson. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu báðir frábæran leik og fengu báðir mikið hrós sem þeir áttu skilið en þegar ég fór að hugsa aðeins meira um leikinn þá kom aftur og aftur upp í hugann frammistaða eins manns. Ef það er einhver maður sem er táknmynd fyrir afrek litla Íslands að komast upp á stóra sviðið með risunum í evrópska körfuboltanum þá er það fyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Hann er ekki einu sinni stærsti leikmaður liðsins en tekur að sér risavaxið hlutverk í glímu sinni við miðherja mótherjanna. Talandi um stórt íslenskt hjarta og íslenskan baráttuanda. Hlynur var jú bara eins og við þekkjum Hlyn en hversu magnað er að sjá það í hverjum leik. Fyrirliði liðsins berst fyrir hverju frákasti og hverjum sentímetra á móti risavöxnum leikmönnum mótherjanna. Hlynur var rosalegur í þessum mikilvæga leik við Breta. Hann var út um allt, var grimmur í fráköstum og hélt endalaust mörgum sóknum og vörnum á lífi með útsjónarsemi sinni og dugnaði. Hver mun einhvern tímann gleyma því þegar hann náði sóknarfrákasti og tókst að gefa frábæra stoðsendingu þrátt fyrir að skella með látum í gólfinu? Hver gleymir því þegar Hlynur meiddist illa á ökkla í lok leiks en ætlaði samt bara að harka að af sér? Íslenski víkingurinn á ótrúlega mikið í því að litla Ísland á möguleika gegn miklu hávaxnari liðum. Hann felur sentímetraskortinn af þvílíkri snilld að eftir er tekið í Evrópu. Hlynur Bæringsson skilar alltaf sínu og var kannski smá fórnarlamb þess á miðvikudagskvöldið. Hann er algjörlega ómissandi fyrir íslenska landsliðið. Því gætum við kynnst í lokaleiknum við Bosníu ef hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Eftir því sem ég hugsaði meira um þennan sögulega leik í Koparhöllinni varð ég sannfærðari um það að við erum á leiðinni á EM af því að við eigum stærsta litla stóra mann í Evrópu. Það er og væri vissulega slæmt að vera án leikmanna eins og Jóns Arnórs, Harðar Axels, Loga Gunnars eða Hauks Helga en íslenska landsliðið er ekki í sama klassa án Hlyns Bæringssonar.Vísir/Vilhelm Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu báðir frábæran leik og fengu báðir mikið hrós sem þeir áttu skilið en þegar ég fór að hugsa aðeins meira um leikinn þá kom aftur og aftur upp í hugann frammistaða eins manns. Ef það er einhver maður sem er táknmynd fyrir afrek litla Íslands að komast upp á stóra sviðið með risunum í evrópska körfuboltanum þá er það fyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Hann er ekki einu sinni stærsti leikmaður liðsins en tekur að sér risavaxið hlutverk í glímu sinni við miðherja mótherjanna. Talandi um stórt íslenskt hjarta og íslenskan baráttuanda. Hlynur var jú bara eins og við þekkjum Hlyn en hversu magnað er að sjá það í hverjum leik. Fyrirliði liðsins berst fyrir hverju frákasti og hverjum sentímetra á móti risavöxnum leikmönnum mótherjanna. Hlynur var rosalegur í þessum mikilvæga leik við Breta. Hann var út um allt, var grimmur í fráköstum og hélt endalaust mörgum sóknum og vörnum á lífi með útsjónarsemi sinni og dugnaði. Hver mun einhvern tímann gleyma því þegar hann náði sóknarfrákasti og tókst að gefa frábæra stoðsendingu þrátt fyrir að skella með látum í gólfinu? Hver gleymir því þegar Hlynur meiddist illa á ökkla í lok leiks en ætlaði samt bara að harka að af sér? Íslenski víkingurinn á ótrúlega mikið í því að litla Ísland á möguleika gegn miklu hávaxnari liðum. Hann felur sentímetraskortinn af þvílíkri snilld að eftir er tekið í Evrópu. Hlynur Bæringsson skilar alltaf sínu og var kannski smá fórnarlamb þess á miðvikudagskvöldið. Hann er algjörlega ómissandi fyrir íslenska landsliðið. Því gætum við kynnst í lokaleiknum við Bosníu ef hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Eftir því sem ég hugsaði meira um þennan sögulega leik í Koparhöllinni varð ég sannfærðari um það að við erum á leiðinni á EM af því að við eigum stærsta litla stóra mann í Evrópu. Það er og væri vissulega slæmt að vera án leikmanna eins og Jóns Arnórs, Harðar Axels, Loga Gunnars eða Hauks Helga en íslenska landsliðið er ekki í sama klassa án Hlyns Bæringssonar.Vísir/Vilhelm
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira