Spænska blaðið Marca greinir frá því í dag að United muni gera 56 milljóna punda boð í argentínska kantmanninn Angel Di María á næstu dögum en hann hefur óskað eftir sölu frá Real Madrid.
Di María verður samkvæmt heimildum Marca ekki í leikmannahóp Real í kvöld þegar liðið mætir Atletico Madrid í leiknum upp á spænska Ofurbikarinn. Leikurinn fer fram á Vicente Calderon en staðan er 1-1 eftir fyrri leik liðanna.
Sú staðreynd að Di Maria er ekki með er talin auka líkurnar á því að hann sé á förum en Ancelotti hefur viðurkennt að hann hafi óskað eftir því að vera seldur frá félaginu.
Marca: Manchester United undirbýr tilboð í Di María
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti



Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn