Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag Hrund Þórsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 21:38 Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi. Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi.
Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira