Körfubolti

Finnar rifu sig upp eftir skellinn í gær og unnu Úkraínu á HM í körfu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnar eru fjölmennir í stúkunni á HM í körfu.
Finnar eru fjölmennir í stúkunni á HM í körfu. Vísir/AP
Finnar komu sterkir til baka á HM í körfubolta í dag eftir 59 stiga stórtap á móti Bandaríkjamönnum í fyrsta leiknum sínum á mótinu í gærkvöldi.

Finnar unnu fimm stiga sigur á Úkraínumönnum, 81-76, í dag eftir að hafa verið tveimur stigum undir í hálfleik, 35-37. Flottur þriðji leikhluti, sem Finnarnir unnu 22-15, lagði grunninn að sigrinum. Finnar fengu frábæran stuðning á pöllunum en Finnar hafa fjölmennt til Norður-Spánar.

Shawn Huff var stigahæstur í finnska liðinu með 23 stig en hann skorað 5 þriggja stiga körfur í leiknum.  Bakvörðurinn Petteri Koponen átti líka mjög góðan leik með 14 stig og 9 stoðsendingar og Erik Murphy var með 12 stig og 8 fráköst.

Eugene Jeter var allt í öllu í úkraínska liðinu með 24 stig og 9 stoðsendingar en Maksym Pustozvonov kom honum næstur með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×